„Sagan að endurtaka sig“

Volodimír Selenskí í Kænugarði.
Volodimír Selenskí í Kænugarði. AFP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og fimm til viðbótar særðir eftir eldflaugaárás rússneska hersins var beint að sjónvarpsturninum í Kænugarði.

Frá þessu greina úkraínsk stjórnvöld, en útsendingar sjónvarpsstöðva í landinu rofnuðu eftir árásina.

Frá sprengingunni í dag.
Frá sprengingunni í dag. Ljósmynd/Verkhovna Rada

Vísar til fjöldamorðs nasista

Volodimír Selenskí forseti spyr hvaða gagn sé í að segja „Aldrei aftur“ í áttatíu ár, ef heimurinn stendur þögull á sama tíma og sprengju er varpað á vettvang Babyn Yar.

Vísar forsetinn til síðari heimsstyrjaldarinnar og þess fjöldamorðs sem nasistar frömdu á svæðinu í september árið 1941.

„Sagan að endurtaka sig,“ skrifar Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert