Selenskí fékk gervihnattasíma frá Bandaríkjunum

Selenskí og Biden tala reglulega saman.
Selenskí og Biden tala reglulega saman. AFP

Bandarísk stjórnvöld eru í stöðugu símasambandi við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. Frá þessu greinir fréttamaður CNN sem sérhæfir sig í þjóðaröryggi.

Selenskí mun hafa fengið öruggan gervihnattasíma að gjöf í febrúarmánuði, áður en rússneski herinn réðst inn í Úkraínu.

Gerir síminn forsetanum kleift að vera í sambandi við Bandaríkin á meðan hann er á ferðinni.

Nokkur símtöl

Selenskí hefur nokkrum sinnum undanfarna daga greint frá símtölum sínum við Joe Biden forseta Bandaríkjanna.

Síðast nú í kvöld, er hann þakkaði fyrir stuðning Bidens og sagði að stöðva þyrfti Rússland eins fljótt og hægt er.

Forstjóri CIA flaug til Úkraínu í janúar

Áður hefur verið greint frá því að for­stjóri banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar CIA, William J. Burns, flaug til Úkraínu í janú­ar, til fund­ar með Selenskí um vax­andi hættu sem þá þótti steðja að land­inu af hálfu Rúss­lands.

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn eru einnig sagðir hafa talað við Selenskí að undanförnu um ým­iss kon­ar ör­yggis­atriði, þar á meðal ör­ugg­ustu staðina þar sem forsetinn gæti komið sér fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka