Sprenging í miðborg Karkív í morgun

Sprenging varð í miðbæ Karkív í morgun.
Sprenging varð í miðbæ Karkív í morgun. AFP

Stór spreng­ing varð við höfuðstöðvar hérðas­stjórn­ar Karkív í morg­un sem staðsett er í miðbæ borg­ar­inn­ar.

Karkív er næst fjöl­menn­asta borg Úkraínu en íbú­ar henn­ar telja um 1,4 millj­ón­ir.

Af mynd­efni af dæma sem birt hef­ur verið á sam­fé­lags­miðlum stend­ur bygg­ing höfuðstöðvanna enn. Aft­ur á móti voru bíl­ar á ferð um miðbæ­inn þegar spreng­ing­in varð og því lík­legt að slys hafi orðið á fólki eða mann­fall. Fjöldi fórn­ar­lamba ligg­ur ekki fyr­ir.

„Rúss­nesk­ir her­náms­menn halda áfram að beita þunga­vopn­um gegn al­menn­um borg­ur­um,“ sagði Oleg Sinegu­bov borg­ar­stjóri Kharkiv í mynd­skeiði á Tel­egram.

Upp­fært 09:02

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Kyiv In­depend­ent særðust að minnsta kosti sex í árás­inni, þar af eitt barn.




mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka