Stór sprenging varð við höfuðstöðvar hérðasstjórnar Karkív í morgun sem staðsett er í miðbæ borgarinnar.
Karkív er næst fjölmennasta borg Úkraínu en íbúar hennar telja um 1,4 milljónir.
Af myndefni af dæma sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum stendur bygging höfuðstöðvanna enn. Aftur á móti voru bílar á ferð um miðbæinn þegar sprengingin varð og því líklegt að slys hafi orðið á fólki eða mannfall. Fjöldi fórnarlamba liggur ekki fyrir.
„Rússneskir hernámsmenn halda áfram að beita þungavopnum gegn almennum borgurum,“ sagði Oleg Sinegubov borgarstjóri Kharkiv í myndskeiði á Telegram.
Uppfært 09:02
Samkvæmt upplýsingum Kyiv Independent særðust að minnsta kosti sex í árásinni, þar af eitt barn.
BREAKING: Russian airstrike hits Kharkiv government headquarters in eastern Ukraine pic.twitter.com/cB8aKvkGL9
— BNO News (@BNONews) March 1, 2022
Aftermath of the Russian Strike this morning in Kharkiv. pic.twitter.com/vZrs1w91wr
— OSINTdefender (@sentdefender) March 1, 2022