835 þúsund flúið frá Úkraínu

Flestir flóttamenn frá Úkraínu, eða um helmingur þeirra 836 þúsund …
Flestir flóttamenn frá Úkraínu, eða um helmingur þeirra 836 þúsund sem hafa flúið landið, hafa farið til Póllands. AFP

Samtals hafa 835.928 manns flúið yfir landamæri Úkraínu til nágrannalanda sinna síðan innrás Rússlands í Úkraínu hófst í síðustu viku. Þetta kemur fram í nýjum tölum flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt tölum stofnunarinnar í gær höfðu um 677 þúsund flúið yfir landamærin og er þetta því fjölgun um tæplega 160 þúsund milli daga.

Meira en helmingur þeirra sem hafa flúið hafa farið yfir til Póllands, eða 454 þúsund. Þá hafa 116 þúsund flúið til Ungverjalands, 67 þúsund til Slóvakíu, 65 þúsund til Moldóvu, 43 þúsund til Rússlands, 38 þúsund til Rúmeníu og 350 til Hvíta-Rússlands.

Þá er talið að um 96 þúsund hafi farið yfir til þeirra svæða í Donetsk og Luhansk í austurhluta landsins sem stýrt er af aðskilnaðarsinnum.

Flóttafólk frá Úkraínu við eitt af fjölmörgum tjöldum sem hefur …
Flóttafólk frá Úkraínu við eitt af fjölmörgum tjöldum sem hefur verið komið upp á landamærum Úkraínu og Rúmeníu. AFP
Flóttafólk frá Úkraínu komið yfir landamærin til nágrannaríkisins Moldovu.
Flóttafólk frá Úkraínu komið yfir landamærin til nágrannaríkisins Moldovu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert