Bandaríkin banna rússneskar vélar í lofthelginni

Stopp, segir forsetinn við flugvélar Rússa.
Stopp, segir forsetinn við flugvélar Rússa. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun banna flugferðir rússneskra flugvéla um lofthelgi sína.

Þetta tilkynnti forsetinn Joe Biden í árlegri stefnuræðu sinni frammi fyrir bandaríkjaþingi rétt í þessu.

Þvinganir Vesturlanda gegn Rússlandi herðast því enn frekar.

Rússar svarað í sömu mynt

Greint var frá þessum áformum fyrr í nótt á mbl.is, en með þessari ákvörðun fylgja Bandaríkin í kjölfar fyrri lofthelgisbanna Evrópusambandsríkja og Kanada.

Í Kreml hefur verið gripið til aðgerða á móti og hafa stjórnvöld þar bannað flugferðir loftfara frá að minnsta kosti 36 ríkjum, þar á meðal Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert