Hafi skotið á Mariupol í 14 klukkustundir samfleytt

Borgin liggur nærri Krímskaga.
Borgin liggur nærri Krímskaga. AFP

Borgarstjóri úkraínsku strandborgarinnar Mariupol í suðausturhluta landsins segir að rússneskar hersveitir hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir borgarar kæmust burt frá borginni.

Mariupol ligg­ur nærri svæði sem er und­ir stjórn aðskilnaðarsinna og Krímskaga sem Rúss­ar tóku yfir árið 2014. Þegar átök­in brut­ust út árið 2014 var Mariupol her­num­in af aðskilnaðar­sinn­um um tíma­bil.

Mark­mið aðskilnaðarsinna er að um­kringja borg­ina.

Borgaryfirvöld segja að rússneskar hersveitir hafi skotið á borgina í 14 klukkustundir samfleytt. Þá hafi þær ráðist á íbúðarhverfi, fæðingardeild og skóla í borginni. Alls hafi 42 manns slasast.

Rafmagnslaust hefur verið á nokkrum svæðum í borginni síðan á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert