Rússneskar orrustuþotur rufu sænska lofthelgi

Rússnesk SU-24 á flugi.
Rússnesk SU-24 á flugi. AFP

Fjórar rússneskar orrustuþotur rufu sænska lofthelgi í dag, austur af Gotlandi í Eystrasalti.

Frá þessu greinir sænski herinn í tilkynningu. Þoturnar voru af gerðinni Su-24 og Su-27.

Sænskar orrustuþotur voru sendar á loft til að bregðast við lofthelgisbrotinu og segir yfirmaður flughersins, Carl-Johan Edström, að í ljósi ríkjandi aðstæðna sé atvikið tekið mjög alvarlega.

Brynvarin bifreið sænska hersins á ferð um götur Gotlands, þar …
Brynvarin bifreið sænska hersins á ferð um götur Gotlands, þar sem haldið er úti herstöð. AFP

Óábyrg hegðun

„Þetta sýnir að viðbúnaður okkar er góður. Við vorum á vettvangi til að tryggja lofthelgina og landamæri Svíþjóðar. Við höfum fulla stjórn á ástandinu,“ er haft eftir Edström í tilkynningunni.

Um sé að ræða ófagmannlega og óábyrga hegðun af hálfu Rússlands.

Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að sænska ríkisstjórnin hygðist styrkja her landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert