Svíar ætla að styrkja herinn

Forsætisráðherrann Magdalena Andersson á blaðamannafundi.
Forsætisráðherrann Magdalena Andersson á blaðamannafundi. AFP

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar segir að ríkisstjórnin vilji efla sænska herinn í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, þar sem meiri ógn sé nú sjáanleg utan landamæranna.

„Svíþjóð ætti að hafa sterka vörn,“ sagði hún í sjónvörpuðu ávarpi og tilkynnti að ríkisstjórnin myndi hefja viðræður um hvernig standa skuli að styrkingu hersins.

Dró úr fjárveitingum

„Okkur stendur ekki bein ógn af vopnaðri árás gegn Svíþjóð, en almennt hefur ógnarstigið aukist,“ sagði Andersson.

Eftir lok Kalda stríðsins dró ríkið verulega úr fjárveitingum til hersins. Það var aðeins eftir innlimun Rússlands á Krímskaganum árið 2014 sem þingið samþykkt að snúa þeirri þróun við.

Herskylda var kynnt til sögunnar árið 2017 og herstöðin á Gotlandi í Eystrasalti var opnuð að nýju í janúar árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert