Hætta að funda til að loka á Rússa

Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar …
Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem innrás Rússa í Úkraínu er fordæmd. AFP

Aðildarríki Norðurskautsráðsins, utan Rússlands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilefnislaus innrás Rússlands í Úkraínu er fordæmd.

Fulltrúar ríkjanna munu ekki ferðast til Rússlands á fundi Norðurskautsráðsins í ljósi grófra brota Rússlands á alþjóðalögum, en Rússland fer nú með formennsku í ráðinu.

Hindrun fyrir alþjóðlega samvinnu

Í yfirlýsingunni kemur fram að tímabundið hlé verði gert á þátttöku í öllum fundum ráðsins og undirstofnana þess.

Þá segir jafnframt að aðgerðir Rússa hafi í för með sér alvarlegar hindranir fyrir alþjóðlega samvinnu.

Aðildarríkin séu þó enn sannfærð um gildi Norðurskautsráðsins fyrir samstarf á norðurslóðum og ítreka stuðning sinn við starfsemi þess.

Aðildarríki ráðsins eru Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Ísland fór með formennsku í ráðinu áður en Rússland tók við keflinu á ráðherrafundi sem haldinn var í maí 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert