Náðu samkomulagi um vopnahlé á vissum stöðum

Frá viðræðunum í dag. Úkraínumenn til vinstri og Rússar til …
Frá viðræðunum í dag. Úkraínumenn til vinstri og Rússar til hægri. AFP

Samninganefndir Úkraínu og Rússlands segjast hafa náð samkomulagi um tímabundið vopnahlé, til að leyfa borgurum að flýja og einnig svo matur og lyf geti komist leiðar sinnar.

Vopnahléið mun þó ekki gilda alls staðar, að sögn Míkhaíló Podoljak, ráðgjafa úkraínska forsetans Volodimírs Selenskí.

Önnur lota friðarviðræðna

Þá á enn eftir að ná sátt um nákvæma útfærslu nokkurra atriða.Þetta samkomulag náðist nú í kvöld eftir aðra lotu friðarviðræðna sem hófst í Hvíta-Rússlandi í dag.

Rúmlega ein milljón manns hefur þegar flúið Úkraínu samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka