Sprenging í flutningaskipi við strendur Úkraínu

Skipið sökk nærri hafnarborginni Odessa.
Skipið sökk nærri hafnarborginni Odessa. AFP

Eistneskt flutningaskip sökk við strendur Úkraínu eftir að mikil sprenging varð um borð. Skipstjórinn telur nokkuð víst að skipið hafi siglt á tundurdufl.

Tveir skipverjar náðu að koma sér í björgunarbát en fjögurra er saknað, að því er fram kemur í frétt Reuters.

Helt, flutningaskipið sem um ræðir, sökk í Svartahafi nærri úkraínsku hafnarborginni Odessa sem staðsett er í suðurhluta Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert