Að minnsta kosti 47 létu lífið eftir loftárás á íbúðahverfi í úkraínsku borginni Chernihiv í gær.
Ekkert lát hefur verið á árásum hersveita Rússa á borgina síðust daga. Í loftárásinni í gær var eyðilagðist fimm hæða íbúðabygging og skemmdir urðu á heilsugæslu og spítala. Neyddust íbúar til að flýja heimili sín og í neðanjarðarbyrgi.
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum Úkraínu dóu 38 karlmenn og níu konur, og 18 særðust.
„Við heyrum hljóðin frá loftárásunum í þessum töluðu orðum,“ sagði Svitlana íbúi borgarinnar í samtali við blaðamann BBC.
„Það eru engin hernaðarleg skotmörk hér, bara kirkjugarður, íbúðablokkir, heilsugæslur og sjúkrahús. Af hverju eru þau að sprengja okkur?“
Rússnesk stjórnvöld hafa lagt meiri þunga í loftárásir á Úkraínu frá því í gær og halda áfram að sitja um íbúðahverfi í borgunum Maríupól, Borodjanka og Karkív.
— The New York Times (@nytimes) March 3, 2022
Horrific scenes after missile strike in Chernihiv in northern Ukraine; at least 33 dead pic.twitter.com/OPeN22tgJo
— BNO News (@BNONews) March 4, 2022