Sannanir eru fyrir því að Rússar hafi notað klasasprengjur í innrás sinni í Úkraínu, að sögn Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.
„Við höfum séð notkun klasasprengja og við höfum séð fregnir af notkun annars konar vopna sem gætu verið brot á alþjóðalögum,” sagði Stoltenberg á blaðamannafundi.
Hann bætti því við að NATO ætlaði hvorki að setja á svæðisbundið loftferðabann (e. no flyzone) yfir Úkraínu né senda þangað hersveitir en lofaði að hjálpa stjórnvöldum í Kænugarði á annan hátt, að sögn BBC.
Einnig hvatti hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að binda enda á innrásina þegar í stað.