„Finnið þið ekki lyktina af úkraínsku blóði?“

Kúleba ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 23. febrúar. Innrásin hófst …
Kúleba ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna þann 23. febrúar. Innrásin hófst þá um nóttina. AFP

„Mér er tjáð að Shell hafi í leyni keypt eitthvað af rússneskri olíu í gær.“

Þannig hefst stutt tíst frá úkraínska utanríkisráðherranum Dmítró Kúleba sem hann sendi frá sér fyrr í dag. Ávarpar hann olíurisann í kjölfarið.

„Ein spurning til Shell: Finnið þið ekki lyktina af úkraínsku blóði í rússneskri olíu?“

Segist ráðherrann svo kalla eftir því að allt meðvitað fólk alla veröld krefjist þess af alþjóðlegum fyrirtækjum að skera á öll viðskiptatengsl við Rússland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert