Loftferðabann jafngildi stríðsyfirlýsingu

Forsetinn með starfsmönnum Aeroflot í dag.
Forsetinn með starfsmönnum Aeroflot í dag. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir stjórnvöld í Kreml líta á það sem svo, að hvert það ríki sem skipi fyrir um loftferðabann yfir Úkraínu sé með því að ganga inn í styrjöldina.

„Nokkur hreyfing í þessa átt verður að okkar mati talin þátttaka í vopnuðum átökum, af hálfu þess lands,“ sagði Pútín á fundi með starfsmönnum flugfélagsins Aeroflot í dag.

Hefði hörmulegar afleiðingar

Bætti hann við að fyrirskipun um loftferðabann yfir Úkraínu hefði „risastórar og hörmulegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir Evrópu heldur fyrir allan heiminn“.

Þá sagði hann ekkert hæft í þeim orðrómi að fyrirhugað væri að lýsa yfir herlögum í Rússlandi.

„Herlög á aðeins að kynna til sögunnar þegar það er árás að utan. Við erum ekki að upplifa það núna og ég vona að það gerum við ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert