Myndskeið: Byssukúlur Rússa hæfðu breska fréttamenn

Úkraínskur hermaður stendur vörð um norðurhluta Kænugarðs fyrr í vikunni.
Úkraínskur hermaður stendur vörð um norðurhluta Kænugarðs fyrr í vikunni. AFP

Hópur fréttamanna á vegum fréttastofu bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky varð fyrir árás rússneskra spellvirkja á mánudag, þar sem fréttamennirnir voru á leið inn í Kænugarð.

Ein byssukúla hæfði fréttamanninn Stuart Ramsay, sem fór fyrir hópnum.

Tvær kúlur til viðbótar lentu á skotheldu vesti myndatökumannsins Richie Mockler.

Hér má sjá upptöku Mockler og frásögn Ramsay af atvikinu, en í tístinu hér að neðan gefur að líta hluta upptökunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert