Hópur fréttamanna á vegum fréttastofu bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky varð fyrir árás rússneskra spellvirkja á mánudag, þar sem fréttamennirnir voru á leið inn í Kænugarð.
Ein byssukúla hæfði fréttamanninn Stuart Ramsay, sem fór fyrir hópnum.
Tvær kúlur til viðbótar lentu á skotheldu vesti myndatökumannsins Richie Mockler.
Hér má sjá upptöku Mockler og frásögn Ramsay af atvikinu, en í tístinu hér að neðan gefur að líta hluta upptökunnar.
Russia is known for killing journalists over the decades but now attempt to do it on camera. Sky News team ambushed by Russian operatives in Ukraine while covering Russia’s war crimes pic.twitter.com/vZWrnaOYAf
— Olga Lautman 🇺🇦 (@OlgaNYC1211) March 5, 2022