Rússneskir hermenn sakaðir um nauðganir

Sima Bahous, framkvæmdastjóri UN Women, gaf í síðustu viku út …
Sima Bahous, framkvæmdastjóri UN Women, gaf í síðustu viku út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. AFP

Dmítro Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sakaði í gær rússneska hermenn um að hafa nauðgað úkraínskum konum og studdi ákall um stofnun sérstaks dómstóls til að refsa fyrir glæpi rússneskra stjórnvalda.

„Við erum því miður með fjölda tilvika þar sem rússneskir hermenn hafa nauðgað konum í úkraínsku borgunum,“ sagði Kúleba á kynningarfundi í Chatham House, óháðri stefnumótunarstofnun með höfuðstöðvar í London.

Hann gaf ekki upp smáatriði en studdi áfrýjun fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Gordons Browns, og fjölda alþjóðalagasérfræðinga fyrir sérstakan dómstól.

Á lestarstöð í Berlín var tekið á móti flóttafólki frá …
Á lestarstöð í Berlín var tekið á móti flóttafólki frá Úkraínu meðal annars með boði um fría gistingu. AFP

Þjóðarréttur „er eina verkfæri siðmenningarinnar sem okkur stendur til boða til að tryggja að á endanum verði allir þeir sem stóðu fyrir þessu stríði mögulega leiddir fyrir rétt“, sagði Kúleba.

„Við erum að berjast gegn óvini sem er miklu sterkari en við en alþjóðalögin eru okkar megin og vonandi munu þau leggja sitt af mörkum til að hjálpa okkur að sigra.“

Alvarleg áskorun fyrir alþjóðareglu

Fulltrúar, þar á meðal Brown, fyrrverandi dómarar og lögfræðingar, kölluðu á miðvikudaginn eftir því að stofnaður yrði sérstakur dómstóll þar sem Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakaði hvort ákæra eigi meinta stríðsglæpi í Úkraínu.

„Ákvörðun Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja árásir á Úkraínu er alvarleg áskorun fyrir alþjóðaregluna eftir 1945,“ sögðu þeir í yfirlýsingu.

„Hann hefur reynt að skipta út réttarríki og meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða með valdbeitingu. Allur heimurinn þarf að vera meðvitaður um yfirganginn sem hann hefur framkallað og voðaverkin sem hann hefur fyrirskipað.

Úkraínskar konur við landamæri Póllands.
Úkraínskar konur við landamæri Póllands. AFP

Lýsir yfir þungum áhyggjum vegna úkraínskra kvenna

Sima Bahous, framkvæmdastjóri UN Women, gaf í síðustu viku út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum sínum af afleiðingum sem innrás rússneska hersins hefði á líf og afkomu kvenna og stúlkna í Úkraínu.

„Núverandi ástand stofnar öryggi allra Úkraínumanna í hættu og setur konur og stúlkur sérstaklega í aukna hættu á kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, sérstaklega þær sem eru flóttamenn eða á annan hátt á flótta frá heimilum sínum,“ segir í yfirlýsingunni.

„Taka verður tillit til þessara þátta í allri viðleitni til að fylgjast með og bregðast við ástandinu í Úkraínu, þannig að viðvörunarmerkjum um áhrif sé mætt með viðeigandi og hlutfallslegum viðbrögðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert