Shell ætlar að skila ágóðanum af rússnesku olíunni

Shell segist munu skila ágóðanum í sjóð fyrir Úkraínumenn.
Shell segist munu skila ágóðanum í sjóð fyrir Úkraínumenn. AFP

Olíurisinn Shell mun skila ágóðanum af öllum kaupum á rússneskri olíu í sjóð ætlaðan mannúðaraðstoð í Úkraínu.

Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu.

Shell keypti í gær farm af rússneskri hráolíu á ofurlágu verði, en um var að ræða fyrstu viðskipti fyrirtækisins með rússneska olíu síðan Rússland réðst inn í Úkraínu í síðustu viku.

Viðskiptin, sem brutu ekki í bága við efnahagsþvinganir Vesturlanda gegn Rússlandi, vöktu harða gagnrýni fyrr í dag frá úkraínska utanríkisráðherranum Dmítró Kúleba.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert