Úkraínski fréttamiðillinn Ukrayinska Pravda segir að úkraínska öryggissveitin SBU hafi skotið á og drepið Denis Kireev, sem sat í úkraínsku samninganefndinni vegna innrásar Rússa í landið.
Hefur miðillinn þetta eftir heimildum sínum ofarlega í úkraínska stjórnkerfinu. Sagði einn heimildarmaður: „Hann er nú þegar látinn.“
Samkvæmt heimildum Ukrayinska Pravda hafði Kireev verið sakaður um landráð og voru, samkvæmt heimildunum, til staðar skýr gögn um meint brot hans, þar á meðal símtöl.
Miðillinn segir að Kireev hafi verið skotinn þegar hann streittist á móti handtöku.
Ukraine's security service has reportedly shot & killed Denis Kireev, a member of the Ukrainian negotiating team, pictured far back on the right in the photo. He was apparently killed while resisting arrest on suspicion of treason, @ukrpravda_news reports. https://t.co/B0kOhWxMmI pic.twitter.com/pFWfXIEFzK
— Christopher Miller (@ChristopherJM) March 5, 2022