Gulir skólabílar bíða í röðum á götu í Irpín, úthverfi Kænugarðs, og bíða eftir að færa Úkraínumenn í burtu frá heimilum sínum.
Svo byrja sprengjurnar að falla.
Þannig lýsir fréttaritari Wall Street Journal sínum sunnudegi í Úkraínu.
Faðir, móðir, og barn þeirra, sem voru á götu úti með ferðatöskur og búin til brottfarar, létu lífið í þessari árás Rússa á hverfi sem litið er á sem mikilvægt hlið inn í Kænugarð.
Ekki er ljóst hversu margir aðrir létust.
Fréttamenn New York Times voru einnig á vettvangi og náðu á myndskeið þegar sprengjurnar féllu í dag:
This is from the NYT photo team, and NYT security is the first to run out the door to help - can't thank the security guys enough for all the work they do. What's happening in Irpin is horrific and clearly direct targeting of civilians trying to flee. https://t.co/i08QlDI9KL
— Michael Downey (@mgdowney) March 6, 2022
Lynsey Addario, blaðamaður New York Times, tók svo myndir af hörmulegum afleiðingum árásarinnar:
WARNING: GRAPHIC IMAGES: Today I witnessed Russian troops deliberately targeting civilians fleeing for their lives from the village of Irpin. At least three members of a family of four were killed in front of me. @nytimes https://t.co/lR0a5FRpXX
— lynsey addario (@lynseyaddario) March 6, 2022