Emmanuel Macron Frakklandsforseti ræddi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í símtali í dag að því er Élysée-höllin tilkynnti nú fyrir skemmstu.
Ræddu þeir saman í eina klukkustund og 45 mínútur, að frumkvæði Macrons.
Er þetta í fjórða skiptið sem þjóðarleiðtogarnir ræða saman síðan Rússland réðist inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn.
Þeir áttu einnig samtal þann 3. mars en í kjölfarið var greint frá því að Macron hefði búist við því versta eftir símtalið.