Rússneskar hersveitir bregðast við andstöðu Úkraínumanna með því að beina spjótum sínum að íbúðabyggð í nokkrum borgum, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Það telur að aðferðinni svipi til þeirrar hertækni sem Rússar beittu í Sýrlandi og Tsjetsjníu.
BBC greinir frá.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi hertækni rússneskra hersveita sé notuð í viðleitni til þess að brjóta baráttuvilja Úkraínumanna á bak aftur.
Þá segir ráðuneytið að hin úkraínska andstaða komi Rússum en á óvart. Rússar hafa brugðist við með því að ráðast á borgir; Kharkív, Cherníhiv og Maríupol.
Þegar Rússland réðst á Sýrland árið 2016 og Tsjetsjníu árið 1999 beittu hersveitir landsins sömu aðferð og létu sprengjum rigna yfir þéttbýl svæði.
Úkraínumönnum hefur tekist að hægja á framgangi Rússa með því að beina sínum spjótum að birgðum Rússanna.
Bandaríska þingið vinnur nú að því að tryggja frekari fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Bandarísk yfirvöld eiga einnig í samtali við þau pólsku um mögulegar gjafir Póllands á herþotum til nágrannaríkisins.