Tuttugu þúsund komnir og tilbúnir að berjast

Frá fundi Kúleba með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær.
Frá fundi Kúleba með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. AFP

Tutt­ugu þúsund er­lend­ir sjálf­boðaliðar hafa ferðast til Úkraínu í því skyni að hjálpa heima­mönn­um að verj­ast inn­rás Rússa.

Frá þessu greindi úkraínski ut­an­rík­is­ráðherr­ann Dmítró Kúleba í sam­tali við banda­rísku frétta­stöðina CNN. Bætti hann við að flest­ir kæmu frá Evr­ópu.

„Margt fólk í heim­in­um hataði Rúss­land og hvað það hef­ur verið að gera á und­an­förn­um árum, en eng­inn þorði að standa op­in­ber­lega gegn Rúss­um og berj­ast við þá,“ sagði ráðherr­ann.

Þurfi for­ystu Banda­ríkj­anna

„Svo að þegar fólk sá að Úkraínu­menn eru að berj­ast, að Úkraínu­menn eru ekki að gef­ast upp, þá fyllt­ust marg­ir kappi til að bæt­ast í liðið,“ og láta Rússa gjalda fyr­ir inn­rás sína.

Hann lagði áhersu á að mik­il­væg­ara hafi þó reynst að fá póli­tísk­an, efna­hags­leg­an og hernaðarstuðning frá öðrum ríkj­um.

„Og við þurf­um for­ystu Banda­ríkj­anna í þessu, með sér­staka áherslu á loft­varn­ir,“ sagði Kúleba.

Bauð út­lend­ing­um til lands­ins

Selenskí hef­ur form­lega boðið út­lend­ing­um til lands­ins til að mynda nokk­urs kon­ar alþjóðlega her­sveit sem bar­ist geti við hlið Úkraínu­manna gegn Rúss­um.

Aug­lýst var eft­ir sjálf­boðaliðum í úkraínsk­um sendi­ráðum í viðkom­andi ríkj­um.

Stjórn­völd í Dan­mörku og Tékklandi eru á meðal þeirra sem gefið hafa grænt ljós á rík­is­borg­ara sína til að berj­ast í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka