Funda í Tyrklandi um innrásina í Úkraínu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, og Mevlut …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, og Mevlut Cvusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Samsett mynd

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar Úkraínu, Rúss­lands og Tyrk­lands hafa ákveðið að funda í suður­hluta Tyrk­lands á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi.

Frá þessu greindu stjórn­völd í An­kara, höfuðborg Tyrk­lands, í dag.

Tyrk­ir hafa reynt að miðla mál­um milli Rússa og Úkraínu­manna og nokkr­um sinn­um boðið þeim að funda í Tyrklandi.

„Með vilja Guðs, mun þessi fund­ur fara fram í An­ta­lya á fimmu­dag,“ er haft eft­ir Mevlut Cvu­soglu, ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands, í til­kynn­ingu sem Ana­dolu frétta­stof­an greindi frá í dag.

Til­kynn­ing­in um fund­inn kem­ur í kjöl­far sím­tals sem Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti átti við rúss­nesk og úkraínsk stjórn­völd, að því er frétta­veita AFP grein­ir frá.

„Að frum­kvæði for­seta okk­ar og diplóma­tískr­ar viðleitni okk­ar hafa Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, og Dmytro Ku­leba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, ákveðið að hitt­ast, og verð ég á hliðarlín­unni. Von­andi mun þetta skref leiða til friðs og jafn­væg­is,“ tísti Cvu­soglu.

Tyrk­ir eru aðilar að Atlants­hafs­banda­lag­inu og banda­menn Úkraínu­manna. Þeir leit­ast við að viðhalda góðu sam­bandi við Rússa enda háðir inn­flutt­um vör­um frá þeim.



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert