Íslendingar berjist ekki

Úkraínskir hermenn kveikja eld til að halda á sér hita …
Úkraínskir hermenn kveikja eld til að halda á sér hita í Lúhansk-héraði. AFP

Ut­an­rík­is­ráðuneytið mæl­ir gegn því að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar fari til Úkraínu að berj­ast í stríðinu sem þar geis­ar vegna inn­rás­ar Rússa í landið.

„Við höf­um ráðið ein­dregið frá því. Aðstæðnanna vegna er ekki hægt að veita borg­araþjón­ustu, til dæm­is, á slík­um stöðum,“ seg­ir Sveinn Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Hann seg­ir að eng­ar til­kynn­ing­ar hafi borist ráðuneyt­inu vegna ein­stak­linga sem vilji ganga til liðs við her Úkraínu. Hafa skuli þó í huga að hafi ein­hverj­ir farið eða hafi það í hyggju til­kynni þeir ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu það ekki endi­lega.

Spurður hvort ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um sem búa þar í landi hafi verið ráðlagt að snúa til Íslands þegar stríðið braust út svar­ar hann því til að eng­in slík til­mæli hafi verið send til fólks en at­hygli hafi þó verið vak­in á stöðunni.

„Við erum í virku sam­bandi við þau sem hafa sett sig í sam­band við okk­ur.“

Dan­ir gefa grænt ljós

Tutt­ugu þúsund er­lend­ir sjálf­boðaliðar hafa ferðast til Úkraínu í því skyni að hjálpa heima­mönn­um að verj­ast inn­rás Rússa og koma flest­ir þeirra frá Evr­ópu að sögn Dmítr­ós Kúleba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu.

Volodemír Selenskí, for­seti Úkraínu, hef­ur form­lega boðið út­lend­ing­um til lands­ins til að mynda nokk­urs kon­ar alþjóðlega her­sveit sem bar­ist geti við hlið Úkraínu­manna gegn Rúss­um. Aug­lýst var því eft­ir sjálf­boðaliðum í úkraínsk­um sendi­ráðum.

Stjórn­völd í Dan­mörku og Tékklandi eru á meðal þeirra sem gefið hafa rík­is­borg­ur­um sín­um grænt ljós á að berj­ast í Úkraínu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert