Níu fórust í loftárás á flugvöll

Úkraínskir hermenn.
Úkraínskir hermenn. AFP

Níu fór­ust þegar Rúss­ar vörpuðu sprengj­um á flug­völl í borg­inni Vinnytsia, 200 kíló­metr­um suðvest­ur af höfuðborg­inni Kænug­arði í nótt, að sögn úkraínskra viðbragðsaðila.

„Klukk­an 05.00 GMT á mánu­dag voru fimmtán manns dregn­ir upp úr rúst­un­um. Níu þeirra voru látn­ir – fimm al­menn­ir borg­ar­ar og fjór­ir her­menn,“ sögðu þeir á Tel­egram og bættu við að leit standi yfir að eft­ir­lif­end­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka