Níu fórust þegar Rússar vörpuðu sprengjum á flugvöll í borginni Vinnytsia, 200 kílómetrum suðvestur af höfuðborginni Kænugarði í nótt, að sögn úkraínskra viðbragðsaðila.
„Klukkan 05.00 GMT á mánudag voru fimmtán manns dregnir upp úr rústunum. Níu þeirra voru látnir – fimm almennir borgarar og fjórir hermenn,“ sögðu þeir á Telegram og bættu við að leit standi yfir að eftirlifendum.