Olíutunnan gæti farið yfir 300 dollara

Alexander Novak, staðgengill forsætisráðherra Rússlands.
Alexander Novak, staðgengill forsætisráðherra Rússlands.

Staðgengill rússneska forsætisráðherrans, Alexander Novak, varaði við öllum fyrirætlunum að banna innflutning eldsneytis frá Rússlandi, en vesturlönd eru að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.

„Bann við innflutningi á rússnesku eldsneyti myndi hafa hrikalegar afleiðingar fyrir alheimsmarkaðinn. Hækkun olíuverðs yrði algjörlega ófyrirsjáanleg, og gæti farið í meira en 300 dollara á tunnuna, ef ekki meira,“ sagði hann í samtali við rússneskar fréttastöðvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert