Rússar sækja fast í lofti, láði og legi

Úkraínskir hermenn í Lúhansk ásamt föllnum rússneskum hermanni.
Úkraínskir hermenn í Lúhansk ásamt föllnum rússneskum hermanni. AFP

Rúss­nesk­ar her­sveit­ir hafa sótt fast að úkraínsk­um borg­um úr lofti, láði og legi í nótt og morg­un og telja sér­fræðing­ar að stór árás á Kænug­arð sé í und­ir­bún­ingi. 

Á meðan eru ótta­slegn­ir borg­ar­ar í Maríu­pol inn­lyksa í borg sem sprengj­um hef­ur rignt yfir í fleiri daga, án renn­andi vatns og raf­magns. Maríu­pol er sem stend­ur um­kringd af Rúss­um. 

Rúss­nesk­ir miðlar greina frá því að boðað hafi verið vopna­hlé í kring um helstu borg­ir Úkraínu svo að flótta­mönn­um sé óhætt að leggja land und­ir fót. Vopna­hléið hef­ur ekki verið staðfest af úkraínsk­um stjórn­völd­um en tvisvar hafa vopna­hlé runnið í sand­inn á stutt­um tíma í kring um Maríu­pol þar sem spreng­ing­ar af hálfu Rússa hafa ekki hætt – þrátt fyr­ir boðað vopna­hlé. 

Linnu­laus­ar skotárás­irn­ar hafa ollið því að yfir ein og hálf millj­ón Úkraínu­manna hafa lagt á flótta yfir landa­mæri Úkraínu og er talið að mik­ill fjöldi til viðbót­ar sé á leið sinni yfir landa­mær­in eða hafi flúið heim­ili sín og sótt skjól annað inn­an föður­lands­ins. 

Viðskiptaþving­an­ir af hálfu Vest­ur­landa hafa til þessa ekki haft áhrif á sókn­arþunga Rússa inn í Úkraínu og er inn­kaupa­bann við rúss­neskri olíu nú rætt í Washingt­on – höfuðborg Banda­ríkj­anna – og í Evr­ópu. 

Í kjöl­far fregna af fyr­ir­ætl­un­um náði heims­markaðsverð há­marks­verði sínu í yfir fjór­tán ár. 

Loft­varn­ars­ír­en­ur óma í borg­um Úkraínu; í Kænug­arði og í Karkív þar sem sprengjuregnið hef­ur varla stoppað í nokkra daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert