Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í kvöld að þeim hefði tekist að skjóta niður tvær rússneskar herþotur í loftbardögum yfir Kænugarði.
Fyrri þotan var skotin niður um kl. 20:30 að staðartíma í kvöld með loftvarnarflaug. Loftvarnakerfi Úkraínu eru enn í gangi, 12 dögum eftir upphaf innrásar, en talið var að Rússar myndu setja í forgang að eyðileggja þau.
Seinni þotan var svo skotin niður um klukkutíma síðar eftir flugbardaga við úkraínskar herþotur.