Raddir frá Úkraínu: „Nú er ég orðinn aleinn hérna“

Jaroslav kvaddi foreldra sína í gær, en þau ætla að …
Jaroslav kvaddi foreldra sína í gær, en þau ætla að flýja Úkraínu vegna stríðsins.

Vesturhluti Úkraínu fer ekki varhluta af flóttamannastrauminum frá austari héruðum landsins. Notast er við öll rými til að hýsa fólk á flótta eins og Sergei sér þegar hann kemur í fyrsta skiptið aftur til vinnu síðan innrásin hófst. Á sama tíma er Jaroslav að kveðja foreldra sína í borginni Ódessu, sem gæti orðið næsta skotmark rússneska hersins.

Við höld­um áfram að heyra frá þeim Jaroslav í borg­inni Ódessa í suður­hluta lands­ins og hjón­un­um Ser­gei og Irínu í Lviv í vest­ur­hluta lands­ins, en þau deila með mbl.is reglu­leg­um dag­bók­ar­færsl­um sín­um um ástandið, upp­lif­un sína og hvað er efst í huga al­mennra borg­ara eft­ir að stríð hef­ur brot­ist út í eig­in landi.

Sergei og Irína í Lviv

Ellefti dagur stríðsins. Fór á skrifstofuna í fyrsta skiptið síðan innrásin hófst og hitti samstarfsfélaga þar. Á skrifstofunni búa nú sjö manns sem hafa flúið frá borginni Irpin. Það lítur út fyrir að þetta verði heimili þeirra næstu vikurnar.

Við fórum aðeins yfir málin á skrifstofunni og sendum nokkrar pantanir á birgja okkar, en viðskiptavinir okkar hér í Úkraínu þurfa sumar af vörunum fyrir hernað. Fengum einnig beiðni frá einum viðskiptavini í Ódessa sem vildi kaupa vörur sem eru nú þegar í Lviv og nota fyrir vörn borgarinnar. Við eru búnir að senda það af stað, vonandi kemst pakkinn sem fyrst til skila. Í heild var þetta því nokkuð afkastamikill dagur.

Staðan: Fékk loks í dag pakka frá verslun í Karkív. Veit hins vegar til þess að sú verslun er í dag ónýt. Sorglegt að hugsa til þessa.

Sergei og Iryna með soninn Danylo sem er fimm mánaða.
Sergei og Iryna með soninn Danylo sem er fimm mánaða.

Jaroslav í Ódessa

Get með sanni sagt að þetta var versti dagur lífsins míns. Á sama tíma og dýralæknirinn var að undirbúa loka svæfingarsprautuna fyrir tíkina mína voru foreldrar mínir að leggja af stað í burtu frá Úkraínu. Nú er ég orðinn aleinn hérna og veit ekki hvað morgundagurinn mun fela í sér.

Allar fréttir tala um að staðan sé góð fyrir borgina, en móðir vinar míns í borginni Kerson segir að liðsaukinn og stuðningurinn sem komi frá Krímskaga í gegnum Kerson og í áttina að Nickolaey… [innsk. Blm: borgin Mykolaiv, þar sem er ein af fáum brúm yfir fljótið Pivdennyi Buh á stóru svæði, en þaðan liggur svo leiðin til Ódessa] Ég vona að allt verði í lagi hér hjá okkur.

Vinur minn sem er sjómaður sendi á mig smá pening til að kaupa búkbrynju þar sem hann heyrði að fjórir sjálfboðaliðar hefðu verið drepnir í næsta nágrenni við Kænugarð. Það virðist stefna í að sjálfboðastarf okkar hér verði hættulegra með hverjum deginum.

Ég trúi ekki á guð, en í dag er ég viss um að hann sé á okkar bandi.

Jaroslav og tíkin Frú. Í gær kvaddi hann í síðasta …
Jaroslav og tíkin Frú. Í gær kvaddi hann í síðasta skiptið þessa vinkonu sína til síðustu 14 ára.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert