Minnst 17 særðir eftir árásina á barnaspítalann

Úkraínumenn halda áfram að vera land sitt gegn innrás Rússa.
Úkraínumenn halda áfram að vera land sitt gegn innrás Rússa. AFP/ Aris Messinis

Að minnsta kosti 17 manns eru særðir eftir árás Rússa á barna­spítala í úkraínsku strand­borg­inni Mariupol í suðaust­ur­hluta lands­ins í dag.

Þetta segir embættismaðurinn Pavlo Kyrylenko.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, birti myndband á Twitter þar sem hann sýndi ástand barnaspítalans eftir sprengingarnar.

Kyrylenko segir að hinir særðu séu allir starfsmenn spítalans. Ekki er vitað til þess að börn hafi særst.

Í kjölfar árásarinnar hefur Selenskí aftur hvatt til þess að sett flugbann verði yfir landið. Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) hefur neitað að gera þetta.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fordæmt árásina. Hann sagði fátt siðlausara en árás á varnarlausa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert