Að minnsta kosti 17 manns eru særðir eftir árás Rússa á barnaspítala í úkraínsku strandborginni Mariupol í suðausturhluta landsins í dag.
Þetta segir embættismaðurinn Pavlo Kyrylenko.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndband á Twitter þar sem hann sýndi ástand barnaspítalans eftir sprengingarnar.
Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 9, 2022
Kyrylenko segir að hinir særðu séu allir starfsmenn spítalans. Ekki er vitað til þess að börn hafi særst.
Í kjölfar árásarinnar hefur Selenskí aftur hvatt til þess að sett flugbann verði yfir landið. Atlantshafsbandalagið (NATO) hefur neitað að gera þetta.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur fordæmt árásina. Hann sagði fátt siðlausara en árás á varnarlausa.