Segja boð Pólverja ekki gerlegt

John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AFP

Bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir nú fyrir stundu að það teldi ekki gerlegt að verða við boði Pólverja um að þeir afhentu MiG-29 herþotur sínar til Úkraínu. 

John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkjastjórn hygðist áfram ráðfæra sig við Pólverja og hinar bandalagsþjóðirnar í Atlantshafsbandalaginu um málið, en að Bandaríkjamenn teldu tillögu Pólverja ekki ganga upp út frá ýmsum hliðum. 

Eitt af því sem Kirby nefndi í yfirlýsingunni var að sá möguleiki að herþotur á vegum Bandaríkjamanna, sem myndu fljúga inn í úkraínska lofthelgi sem Rússar væru að reyna að ná völdum yfir, gæti valdið „alvarlegum áhyggjum fyrir gervallt Atlantshafsbandalagið.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert