Sóttvarnalæknir Svía segir upp störfum

Anders Tegnell hefur verið ráðinn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Anders Tegnell hefur verið ráðinn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt upp störfum hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar.

Tegnell hefur verið ráðinn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf í Sviss. Þar tekur hann við stjórnunarstöðu í nýjum hópi sem mun vinna að því að samræma starf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF og bóluefnasamtakanna Gavi.

Á meðan heimsfaraldurinn Covid-19 stóð yfir vakti Tegnell heimsathygli þar sem hann neitaði að beita hörðum sóttvarnaraðgerðum til hamla útbreiðslu faraldursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert