Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt upp störfum hjá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar.
Tegnell hefur verið ráðinn til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf í Sviss. Þar tekur hann við stjórnunarstöðu í nýjum hópi sem mun vinna að því að samræma starf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF og bóluefnasamtakanna Gavi.
Á meðan heimsfaraldurinn Covid-19 stóð yfir vakti Tegnell heimsathygli þar sem hann neitaði að beita hörðum sóttvarnaraðgerðum til hamla útbreiðslu faraldursins.