Sprengjum varpað á barnaspítala

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið af eyðileggingunni sem blasir …
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið af eyðileggingunni sem blasir við. AFP

Rússneskar hersveitir hafa látið sprengjur falla á og eyðilagt barnaspítala í úkraínsku strand­borg­inni Mariupol í suðaust­ur­hluta lands­ins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórn Mariupol.

Þar segir að eyðileggingin eftir árásirnar sé gríðarleg.

Fæðingardeild, barnadeild og endurhæfingardeild eru allar ónýtar eftir sprengjuárásirnar.

Í yfirlýsingu borgarstjórnar segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja til um mannfall. Þeir sem særðir eru verða fluttir á aðra spítala í nágrenninu.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið á Twitter-síðu sinni fyrir skömmu þar sem sjá má eyðilegginguna eftir loftárásirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert