Rússneskar hersveitir hafa látið sprengjur falla á og eyðilagt barnaspítala í úkraínsku strandborginni Mariupol í suðausturhluta landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórn Mariupol.
Þar segir að eyðileggingin eftir árásirnar sé gríðarleg.
Fæðingardeild, barnadeild og endurhæfingardeild eru allar ónýtar eftir sprengjuárásirnar.
Í yfirlýsingu borgarstjórnar segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja til um mannfall. Þeir sem særðir eru verða fluttir á aðra spítala í nágrenninu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, birti myndskeið á Twitter-síðu sinni fyrir skömmu þar sem sjá má eyðilegginguna eftir loftárásirnar.
Mariupol. Direct strike of Russian troops at the maternity hospital. People, children are under the wreckage. Atrocity! How much longer will the world be an accomplice ignoring terror? Close the sky right now! Stop the killings! You have power but you seem to be losing humanity. pic.twitter.com/FoaNdbKH5k
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 9, 2022