Að minnsta kosti 71 barn hefur verið drepið í Úkraínu síðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti ákvað að ráðast inn í Rússland 24. febrúar, að sögn embættismanns úkraínska þingsins.
„Frá upphafi innrásar Rússa og þangað til klukkan 9 í morgun, 10. mars, hefur 71 barn verið drepið og yfir 100 hafa særst,“ sagði Ljúdmíla Denisóka, talsmaður mannréttindamála á þinginu, á Telegram.