Gætu verið að undirbúa efnavopnaárás

Jennifer Psaki á blaðamannafundi í Washington í gær.
Jennifer Psaki á blaðamannafundi í Washington í gær. AFP

Rússnesk stjórnvöld gætu verið að undirbúa efnavopnaárás gegn Úkraínu, að sögn bandarískra stjórnvalda. Jen Psaki, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði að fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um bandaríska efnavopnaþróun í Úkraínu væru ósannar. 

Embættismenn sem BBC hefur rætt við segja að Vesturlönd hafi góða ástæðu til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og möguleikanum á efnavopnanotkun rússneskra hersveita.

„Við ættum öll að vera á varðbergi,“ sagði Psaki.

Í gær sagði varnamálaráðuneyti Bretlands að Rússar hafi notað sérstakar eldflaugar í Úkraínu sem sjúga súrefni úr andrúmsloftinu í kringum sig til þess að mynda háhitasprengingu. Slíkar sprengingar geta valdið miklum skaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert