Rússnesk stjórnvöld gætu verið að undirbúa efnavopnaárás gegn Úkraínu, að sögn bandarískra stjórnvalda. Jen Psaki, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, sagði að fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um bandaríska efnavopnaþróun í Úkraínu væru ósannar.
Embættismenn sem BBC hefur rætt við segja að Vesturlönd hafi góða ástæðu til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og möguleikanum á efnavopnanotkun rússneskra hersveita.
„Við ættum öll að vera á varðbergi,“ sagði Psaki.
Í gær sagði varnamálaráðuneyti Bretlands að Rússar hafi notað sérstakar eldflaugar í Úkraínu sem sjúga súrefni úr andrúmsloftinu í kringum sig til þess að mynda háhitasprengingu. Slíkar sprengingar geta valdið miklum skaða.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 09 March 2022
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) March 9, 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/ISGJMcNVWO
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/dSUprQf7Vp