Pútín varar við hærra matvælaverði

Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði í dag við því að þvinganir Vesturlanda gegn Rússlandi gætu hrundið af stað mikilli hækkun matvælaverðs á heimsvísu.

Sjónvarpað var frá ríkisstjórnarfundi þar sem Pútín benti á að Rússland væri einn stærsti framleiðandi áburðar, sem sé nauðsynlegur fyrir alþjóðlegar birgðakeðjur.

„Ef [Vesturlönd] halda áfram að skapa vanda­mál varðandi fjár­mögn­un og flutn­ing á vör­um okk­ar, þá munu verð hækka og það mun hafa áhrif á loka­vör­una, mat­væl­in,“ sagði Pútín á rík­is­stjórn­ar­fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert