Rússar svara refsiaðgerðum með útflutningsbanni

Míkhaíl Misjustín forsætisráðherra Rússlands skrifaði undir skipunina.
Míkhaíl Misjustín forsætisráðherra Rússlands skrifaði undir skipunina. AFP/ Alexey Nikolsky

Sem mótsvar við hörðum refsiaðgerðum Vesturlandanna vegna stríðsins í Úkraínu, hafa Rússar tilkynnt að búið sé að banna útflutning á ríflega 200 mismunandi vörum út þetta ár.

Mun útflutningsbannið meðal annars ná yfir landbúnaðarvélar, bifreiðar, tækni- og raftæki, auk tækja ætluð til samskipta og lækninga, að því er fram kemur í skipun sem Mikhaíl Mishustin forsætisráðherra Rússlands undirritaði.

Sæta hörðum refsiaðgerðum

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst hafa Rússar sætt einum hörðustu refsiaðgerðum sem Vesturlöndin hafa gripið til. Ná aðgerðirnar m.a. yfir efnahagsþvinganir og takmörkun flugumferðar.

Á þriðjudag tilkynnti Joe Biden Bandaríkjaforseti svo bann á kaupum á eldsneyti frá Rússlandi. Ekki er vitað hvaða áhrif það mun hafa en Biden sagði þetta sterkt útspil.

„Stríð Pútíns hef­ur kostað Úkraínu ómæld­ar þján­ing­ar og til­gangs­laus­an dauða sak­lausra borg­ara, kvenna, barna og allra. En Pútín virðist harðákveðinn að halda áfram þess­um morðum, sama hvað það kost­ar,“ sagði Biden í sama ávarpi og hann tilkynnti bannið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert