Segir Rússa hafa framið stríðsglæp

Að minnsta kosti þrír létust í árásinni.
Að minnsta kosti þrír létust í árásinni. AFP

Hernaðarmálaráðherra Bretlands segir Rússa hafa framið stríðsglæp með sprengjuárás sinni á barnaspítala í úkraínsku borginni Mariupol í gær.

Í morgunþættinum BBC Breakfast lýsti James Heappey árásinni sem „algjörlega fyrirlitlegri“. Hann sagði að hvort sem árásin hafi verið fyrirfram ákveðin eða ekki hafi stríðsglæpur verið framinn.

Hann sagði það á ábyrgð alþjóðasamfélagsins að „sjá til þess að sönnunargögnum verði safnað saman svo að þegar rétti tíminn kemur, og ég lofa því að hann mun koma, verður tækifæri til að láta þessa menn svara til saka í alþjóðlegum stríðsglæpadómstólum“.

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, hafði áður lýst árásinni sem stríðsglæp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert