Stúlka lést í árás Rússa á barnaspítala

Skjáskot úr myndbandi sem tekið var eftir árásina.
Skjáskot úr myndbandi sem tekið var eftir árásina. AFP/National Police of Ukraine

Að minnsta kosti þrír létust, þar á meðal ung stúlka, í árás rússneskrar hersveitar á barnaspítala í úkraínsku borginni Maríupol í gær. 

„Þrír létust, þar á meðal kvenkyns barn, í árásinni á barna- og fæðingarspítalann í hinni stríðshrjáðu Maríupol, samkvæmt tölum sem uppfærðar voru í morgun,“ segir á Telegram-rás borgaryfirvalda í Maríupol. 

Áður hefur verið gefið út að 17 manns hafi særst í árásinni. 

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að með árásinni hafi rússneskar hersveitir framið stríðsglæp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert