Þrír barnaspítalar verið eyðilagðir

Fólki bjargað úr rústum barnaspítalans í borginni Maríupol eftir að …
Fólki bjargað úr rústum barnaspítalans í borginni Maríupol eftir að Rússar vörpuðu sprengjum á spítalann. AFP

Árásir voru gerðar á minnst tvo aðra barnaspítala í Úkraínu áður sprengjum var varpað á barnaspítalann í borginni Maríupol í gær.

Frá þessu greindu Sameinuðu þjóðirnar í dag.

240 þúsund konur í Úkraínu barnshafandi

Barnaspítalinn í Maríupol er „ekki sá eini“ sem hefur orðið fyrri árásum, sagði Jaime Nadal, leiðtogi Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), á blaðamannafundi sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.

„Barnaspítalarnir í Zhytomyr og Saltivsky voru einnig gjöreyðilagðir,“ bætti hann við.

Nadal greindi þó ekki frá því hverjir stóðu á bakvið árásirnar á barnaspítalana tvo eða hvort einhverjir hafi látið lífið í þeim.

„Það eru 300 sjúkrahús og 69 barnaspítalar í Úkraínu,“ sagði hann og benti á að Mannfjöldasjóður SÞ áætli að „á næstu þremur mánuðum muni 80 þúsund konur fæða barn“ í land.

Að sögn Nadal eru um 240.000 konur í Úkraínu barnshafandi um þessar mundir og að yfir 4.300 fæðingar hafi átt sér stað í landinu frá því innrás Rússa hófst 24. febrúar síðastliðinn.

Þrír létust í árásinni sem gerð var á barnaspítalanum í Maríupol, þar af eitt barn, að sögn sögn borgarstjóra Maríupol. Samkvæmt samantekt úkraínskra yfirvalda frá því í gær voru svo 17 aðrir sem slösuðust í árásinni.

Bæði úkraínsk stjórnvöld og vestræn ríki fordæmdu árásina á barnaspítalann harðlega.

Með árásinni hafi Rússar gerst sekir um „stríðsglæp“, að því er æðsti utanríkismálastjóri Evrópusambandsins greindi frá í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert