„Úkraína mun ekki gefast upp“

Kúleba ásamt tyrkneska utanríkisráðherranum Mevlut Cavusoglu í Antalya í dag.
Kúleba ásamt tyrkneska utanríkisráðherranum Mevlut Cavusoglu í Antalya í dag. AFP

Enginn árangur náðist í viðræðum um vopnahlé á fundi utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í dag. Úkraínski ráðherrann Dmítró Kúleba greindi frá þessu á blaðamannafundi eftir að fundi hans lauk með Sergei Lavrov.

„Við töluðum einnig um vopnahléð, sólarhrings vopnahlé, en enginn árangur náðist í því,“ tjáði Kúleba blaðamönnum. „Það lítur út fyrir að það séu aðrir sem taki ákvörðun um þetta í Rússlandi,“ bætti hann við og virtist þar vísa til Kremlar.

Var þetta í fyrsta sinn sem viðræður á svo háu stigi eiga sér stað á milli ríkj­anna tveggja, frá því rúss­neski her­inn réðst inn í Úkraínu aðfaranótt 24. fe­brú­ar. Fundurinn var haldinn í Antalya í Tyrklandi að frumkvæði stjórnvalda þar í landi.

Lavrov og Kúleba áttu fund í dag.
Lavrov og Kúleba áttu fund í dag. AFP

Erfiður fundur

Þá endurtók hann eið sinn um að Úkraína muni ekki gefa eftir.

Ég vil ít­reka að Úkraína er ekki búin að gef­ast ekki upp, hún gefst ekki upp og mun ekki gef­ast upp.“

Lýsti hann fundinum með Lavrov sem erfiðum og sakaði andstæðing sinn um að leggja aðeins „hefðbundin narratíf“ á borðið.

Vildi samkomulag um flóttaleiðir

Enn fremur sagðist hann hafa viljað koma af fundinum með samkomulag um svokölluð mannúðargöng eða flóttaleiðir frá hafnarborginni Maríupol, sem sætir umsátri Rússa, „en því miður var Lavrov ráðherra ekki í stöðu til skuldbindinga gagnvart því“.

Lavrov muni þó ráðfæra sig við viðeigandi yfirvöld í þessu máli.

Bætti Kúleba við að hann væri reiðubúinn að funda með Lavrov að nýju með þessum hætti, ef einhver von um efnislegar viðræður og leit að lausnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert