Vill draga úr rússnesku jarðefnaeldsneyti

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambansins. AFP

„Evrópusambandið ætti að vera hætt að nota rússneskt jarðefnaeldsneyti eftir hálfan áratug,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á leiðtogafundi sambandsins í dag.

Hún segist ætla að leggja fram áætlun um miðjan maí um að draga smám saman úr notkun á rússneskri olíu, gasi og koli fyrir árið 2027.

Áætlunin yrði sneggri en sú sem sambandið tilkynnti á þriðjudag um að gera Evrópu óháða rússnesku jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2030.

„Við erum of háð rússnesku jarðefnaeldsneyti,“ tísti von der Leyen í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert