Loka fyrir Instagram í Rússlandi

Lokað hefur verið fyrir aðgang að Instagram í Rússlandi.
Lokað hefur verið fyrir aðgang að Instagram í Rússlandi. AFP/Kirill KUDRYAVTSEV

Rússneska fjölmiðlaeftirlitið hefur lokað fyrir aðgang fólks að Instagram í Rússlandi. Þetta er gert í kjölfar þess að rússnesk yfirvöld tilkynntu í dag að þeir væru að hefja málssókn gegn Meta, móðurfyrirtæki samfélagsmiðlanna Facebook og Instagram.

Sögðu rússnesk yfirvöld að Instagram væri að heimila ákall um ofbeldi gegn Rússum á miðli sínum.

„Samfélagsmiðillinn Instagram dreifir efni sem inniheldur ákall um að fremja ofbeldisverk gegn borgurum Rússlands, þar á meðal gegn hermönnum,“ sagði rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor í yfirlýsingu þar sem ákvörðunin var útskýrð.

Sam­fé­lags­miðill­inn Face­book til­kynnti í gær að vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu hafi miðill­inn létt tíma­bundið á regl­um sín­um varðandi of­beld­is­fulla tján­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert