Vill leyfa sjálfboðaliðum að berjast

Úkraínskir hermenn að störfum.
Úkraínskir hermenn að störfum. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti styður áform um að leyfa sjálfboðaliðum að berjast í Úkraínu en þangað hefur hann sent þúsundir rússneskra hermanna í það sem hann kallar „sérstaka hernaðaraðgerð“.

„Ef það er fólk þarna úti sem vill hjálpa [aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu] þá þarf að koma til móts við það og aðstoða það við að komast á bardagasvæðin,“ sagði Pútín við varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu á fundi rússneska öryggisráðsins sem var sjónvarpað.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert