81 tekinn af lífi á sama deginum

Salman, konungur Sádi-Arabíu, ásamt Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands (lengst …
Salman, konungur Sádi-Arabíu, ásamt Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands (lengst til vinstri). Fjölmiðlaráðuneyti Sádi-Arabíu / AFP) / XGTY

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu greindu frá því í dag að 81 manneskja hafi verið tekin af lífi á einum og sama deginum vegna ýmissa brota tengdum hryðjuverkastarfsemi.

Þar með hafa fleiri aftökur verið framkvæmdar í konungsdæminu á þessu ári en á öllu því síðasta.

Þeir sem voru teknir af lífi voru „sekir um að hafa framið marga hryllilega glæpi“, sagði embættismaður fréttastofu landsins, SPA. Hann sagði fólkið hafa meðal annars tengst Ríki íslams, Al-Kaída, hútum eða „öðrum hryðjuverkasamtökum“.

Hinir seku hafi verið að undirbúa árásir á mikilvæga staði, ætluðu að drepa eða höfðu drepið liðsmenn öryggissveita, eða höfðu smyglað vopnum til landsins, að sögn SPA.

73 þeirra sem voru teknir af lífi voru ríkisborgarar Sádi-Arabíu, sjö voru Jemenar og einn var sýrlenskur ríkisborgari.

SPA sagði að réttað hafi verið yfir þeim öllum í dómsstólum landsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka