Alls fórust 35 í loftárásum Rússa á herstöð fyrir utan borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í nótt, að sögn ríkisstjórans Maxims Kozitskí.
Áður var greint frá því að níu hafi látist.
„Ég verð að tilkynna að því miður höfum við misst enn fleiri hetjur: 35 manns létust vegna loftárása á Alþjóðamiðstöð friðargæslu- og öryggis,“ skrifaði Kozitskí á Telegram.