Bandaríski leikarinn Willliam Hurt lést í dag, 71 árs að aldri, aðeins viku fyrir 72ja ára afmælið. Leikarinn er þekktur fyrir leik sinn í fjölda kvikmynda, eins og The Big Chill, History of Violence, Altered States og fleirum. Hann vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kiss of the Spider Woman, og var auk þess tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í Children of a Lesser God og fyrir hlutverk sitt í Broadcast News.
Yngri áhorfendur þekkja hann eflaust betur úr Marvel-kvikmyndunum fjórum: The Incredible Hulk; Captain America: Civil War; Avengers: Endgame og Black Widow.
William Hurt átti þrjá syni og eina dóttur.