Gerðu loftárásir á æfingasvæði hersins í Lviv

Úkraínskir hermenn í borginni Irpin, norðvestur af Kænugarði, á þriðjudaginn.
Úkraínskir hermenn í borginni Irpin, norðvestur af Kænugarði, á þriðjudaginn. AFP

Rússneskar hersveitir gerðu margar loftárásir á æfingasvæði hermanna fyrir utan borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í nótt, skammt frá landamærunum að Póllandi.

Embættismaður á staðnum greindi frá þessu.

Rússland „gerði loftárás á Alþjóðamiðstöð friðargæslu og öryggismála,“ sagði Maxim Kozitsky, svæðisstjóri í Lviv, á facebooksíðu sinni.

Herstöðin er staðsett um 40 kílómetrum norðvestur af Lviv.

Kozitskyk bætti við að átta eldflaugum hafi verið skotið þangað.  Engar fregnir hafa borist af mannfalli.

Margir Úkraínumenn hafa flúið til Lviv í von um meira öryggi síðan Rússar hófu innrás sína í landið.

Margir fara einnig í gegnum borgina, sem er skammt frá Póllandi sem er í Evrópusambandinu, til þess að yfirgefa Úkraínu.

Loftárásir á flugvöll í Ivano-Frakivsk

Borgarstjóri í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu sagði að loftárásir hafi verið gerðar á flugvöll borgarinnar. Þessu greindi hann frá á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert