Níu látnir og 57 særðir eftir loftárásirnar

Oleksí Rezníkov, varnarmálaráðherra Úkraínu.
Oleksí Rezníkov, varnarmálaráðherra Úkraínu. AFP/Sergei KHOLODILIN/BELTA

Níu er látnir og 57 særðir eftir loftárásir rússneska hersins á herstöð skammt frá borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu í nótt.

Andrí Sadoviy, borgarstjóri Lviv, greindi frá þessu á Telegram. 

Að sögn varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksí Rezníkov, starfa erlendir leiðbeinendur á herstöðinni, sem er staðsett um 20 kílómetrum frá pólsku landamærunum.

Rússland „hefur ráðist á Alþjóðamiðstöð friðargæslu og öryggismála skammt frá Lviv. Erlendir leiðbeinendur starfa þar,“ sagði Rezníkov á Twitter.

Úkraínskir hermenn í borginni Lviv á miðvikudaginn stíga um borð …
Úkraínskir hermenn í borginni Lviv á miðvikudaginn stíga um borð í lest til höfuðborgarinnar Kænugarðs. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert